Fermingar

Eitt það skemmtilegasta við fermingarundirbúninginn er að ákveða útlit boðskortsins sem leggur oft línurnar varðandi liti og fleira skemmtilegt fyrir veisluna sjálfa

Unglingarnir fullorðnast „einn tveir og þrír“ á þessum tímamótum og er sérstaklega gaman að leyfa þeim að koma að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Hægt er að gera nánast hvað sem er útlitslega, oft endurspeglast áhugamálin í boðskortinu, sumir vilja hafa mynd og aðrir vilja hafa allt eins einfalt og kostur er. Þau vita hvað þau vilja. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytt viðbótar prentefni fyrir stóra daginn eins og servíettur, gestabækur, heillamiða, merkingar fyrir veitingar ofl.

 

Hafðu samband við okkur á ferming@letterpress.is óskir þú eftir að fá sendan bækling með upplýsingum um boðskort, servíettur o.þ.h. fyrir fermingar. Þar er að finna nokkur mismunandi “lúkk” sem við bjóðum upp á og þá liti sem hægt er að velja úr.